18.09.2010 to 09.01.2011

Sjónarhorn – Ljósmyndir eftir Wayne Gudmundson

Vestur-Íslendingurinn Wayne Gudmundson hefur um árabil getið sér gott orð fyrir víðáttumiklar landslagsmyndir sínar. Wayne hóf að taka landslagsljósmyndir í byrjun níunda áratugarins eftir að hafa lagt stund á ljósmyndun í rúm tíu ár. Í bernsku kynntist hann sögunum og hefðunum frá Íslandi í gegnum föðurforeldra sína sem voru í hópi Vesturfaranna. Eftir því sem árin liðu og verk hans þróuðust fann Wayne hjá sér löngun til að kanna land forfeðra sinna en hann kom til Íslands í fyrsta skipti árið 1997. Hann tók hér m.a. myndir af Öskju, Herðubreið, Jökulsárlóni og Grímsey en landslag í Norður Dakóta og á Íslandi á það sameiginlegt að vera gríðarlega víðáttumikið. Þetta sama ár setti hann upp sýninguna Heimahagar ásamt hinum góðkunna íslenska ljósmyndara Guðmundi Ingólfssyni og var hún afrakstur ferða þeirra á heimaslóðir hvors annars, Wayne tók myndir á Íslandi og Guðmundur í Norður-Dakóta.

Sjónarhorn - Ljósmyndir eftir Wayne Guðmundson

Sjóndeildarhringurinn er ávallt sýnilegur í myndum Waynes. Hann forðast hið stórbrotna og hið upphafna en einbeitir sér þess í stað að veruleika hvers staðar eins og hann er. Fyrst á heimaslóðum sínum í Norður-Dakóta og svo á Íslandi, þar sem hann taldi sig finna eitthvað sem hann hafði ekki uppgötvað áður. Það má því til sanns vegar færa að hann hafi farið og leitað uppruna síns í gegnum ljósmyndunina. Myndirnar kalla fram fortíð og framtíð í sömu andrá og í áranna rás hefur á myndum Waynes mátt sjá glögglega þau ummerki sem maðurinn skilur eftir sig í landinu. Má með sanni segja að honum hafi tekist að fókusera á tilfinningu sína fyrir landinu og leiða sýn sína á það inn um ljósopið, komandi kynslóðum til fróðleiks um fortíðina.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events