28.05.2005 to 28.08.2005

RÓTLEYSI - 8 suður-afrískir ljósmyndarar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er mikil ánægja að kynna sýninguna Rótleysi – 8 suður-afrískir ljósmyndarar sem markar þau tímamót að tíu ár eru liðin frá stofnun lýðræðis í Suður-Afríku. Útgangspunktur sýningarinnar er að kanna hinar miklu breytingar sem Suður-Afríka hefur gengið í gegnum frá kosningunum 1994. Sýningin gefur innsýn inn í einstaka ljósmyndahefð þar sem ljóðrænn kraftur og gæði heimildaljósmyndunar eru í sérflokki.

Rótleysi

Samruni félagslegrar heimildaljósmyndunar og listar er eitt af kennimerkjum suður-afrískrar ljósmyndunar. Á fimmta áratugnum varð ljósmyndun mikilvægur þáttur í þróun félagslegrar meðvitundar. Ólíkt erlendum starfssystkinum sínum þurftu suður-afrískir ljósmyndarar að gæta varúðar í gagnrýni sinni á hinn pólitíska raunveruleika. Út frá þessum aðstæðum óx hægt og bítandi ný þjóðleg listgrein sem náði að fela sinn gagnrýna áróður í formi mjúkra og ljóðrænna mynda.

Nokkur viðfangsefni eru áberandi í myndunum á sýningunni: Efnahagslíf, innflytjendur, landslag, trúmál og ríkisborgararéttindi. Síðastnefnda atriðið hefur mikil áhrif á sýninguna sem hugleiðing um afleiðingar aðskilnaðarstefnunnar. Hvað þýðir það að vera ríkisborgari og hvaða réttindi felur það í sér? Þessar spurningar eru enn í dag mikilvægar í Suður-Afríku. Aðskilnaðarstefnan byggði á menningarlegri aðgreiningu og einangrun. Reglur um tungumál, list og stéttir voru notaðar sem áhrifarík opinber tæki til að stjórna kynþáttamismunun og undirskipan svartra og litaðra íbúa í stigskiptu kerfi milli kynþátta.

Suður-Afríka er samnefnari þeirra aðstæðna þar sem hvítt og svart, hið þekkta og óþekkta, mætist. Það að læra að búa í nágrenni hver við annan hefur reynst vera örðugasta viðfangsefnið eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok og á þessari reynslu byggja þýðingarmestu sögurnar sem settar eru fram á sýningunni.

Rótleysi var upprunalega sett upp í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn í sýningarstjórn Mads Damsbo og Davids Brodie.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events