15.05.2010 to 29.08.2010

Pétur Thomsen & Pétur Thomsen - THOMSEN & THOMSEN

Á sýningunni Thomsen & Thomsen gefur að líta portrettmyndir og umhverfismyndir frá Reykjavíkursvæðinu á tveimur mismunandi tímaskeiðum eftir tvo ljósmyndara, þá Pétur Thomsen eldri (1910–1988) og sonarson hans Pétur Thomsen yngri (1973). Sýningin er samtal tveggja tíma; samtal Péturs við afa sinn. Pétur hefur valið úrval umhverfis- og portrettmynda úr safni hans og kallast á við þær í verkum sínum. Myndir Péturs eldri eru teknar fyrir árið 1973 og var hann starfandi á tímum þegar Reykjavík var óðum að taka á sig borgarbrag og íbúarnir fullir ákefðar að sjá borgina stækka. Sýningin gefur innsýn inn í veröld fjölskyldunnar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og veröld hennar á árunum 2008 til 2010 með augum Péturs yngri – tíma breytinga þar sem viðhorfið í garð þess manngerða í landslagi hefur einkennst af nokkurri spennu og ris og hnig samfélagsins sett sinn svip á mannfólkið.

thomsen thomsen

Óhætt að segja að Pétur Thomsen eldri hafi verið nokkuð óvenjulegur afi sem lifði tímana tvenna. Hann sigldi utan árið 1935, hóf að læra ljósmyndun í Þýskalandi um 1940 og var þar tekinn í herþjónustu sem ljósmyndari hjá yfirstjórn þýska hersins. Hann komst loks heim til Íslands aftur með þýskum kafbát og var svo sendur af setuliðinu til London í þriggja mánaða varðhald. Eftir þá dvöl var honum loks sleppt og hann hóf störf sem ljósmyndari á Íslandi. Pétur Thomsen vann aðallega sem iðnaðarljósmyndari á sínum ferli. Hann vann mikið fyrir forsetaembættið og íslenska ríkið og er hvað þekktastur fyrir að hafa verið útnefndur konunglegur sænskur hirðljósmyndari af Gústaf Adolf VI. Svíakonungi. Pétur eldri hefði orðið 100 ára á árinu og eru myndir hans varðveittar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Myndir Péturs Thomsen yngri eru teknar á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta áratug 21 aldarinnar og því allt að 60 ár á milli mynda þeirra. Pétur vakti eftirtekt í ljósmyndaheiminum árið 2004 þegar hann hlaut alþjóðleg unglistaverðlaun LVMH – Louis Vuitton Moët Hennessy. Ári síðar var hann valinn einn af „50 ljósmyndurum framtíðarinnar“–á samnefndri sýningu sem var fyrst sett upp í Sviss og ferðaðist m.a. til Bandaríkjanna og Kína. Hann vakti alþjóðlega athygli með „Aðfluttu landslagi“ myndaseríu sem hann tók á meðan á framkvæmdum á hinu umdeilda Kárahnjúkasvæði stóð. Í beinu framhaldi af því hefur hann á undanförnum árum haldið áfram að beina sjónum sínum að breytileika landslagsins, því hvernig umhverfið breytist fyrir tilstuðlan mannsins.

Nánari upplýsingar um Pétur Thomsen – www.peturthomsen.is

Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2010.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events