Skotið 13.08.2015 to 06.10.2015

Óskar Kristinn Vignisson - Hið ósagða

Ljósmyndin er miðill sem gerir listamönnum kleift að nálgast og rannsaka viðfangsefni sín á náinn hátt og þannig vinnur Óskar Kristinn með hana. Fyrir honum er ljósmyndin tímabundin rannsókn á viðfangsefni sem tekur svo enda og eftir stendur hún sem niðurstaðan.

Ljósmyndasafn - Sýningar - Hið Ósagða

Oftar en ekki hefur valið á viðfangsefninu persónulegt og tilfinningalegt gildi fyrir hann – sem er hans nánasta umhverfi. Á sýningunni Hið ósagða rannsakar Óskar Kristinn samband sitt við afa sinn á hans griðastað.  Viðfangsefnið er hið ósagða – andrúmsloftið sem ekki hefur skiljanleg orð. Bakgrunnur og nánd sem áhorfendur geta skynjað í gegnum glugga. Nándin er aldrei á yfirborðinu, hún er fíllinn í herberginu. Hið ósagða getur oft tekið mesta plássið.

Andrúmsloft sem samt er hversdagslegt í umhverfi sem áhorfendur þekkja úr eigin lífi. Umhverfið, bæði náttúra og fólk, sem hefur svo bein áhrif á okkur. Óskar Kristinn leitast við að ná því andrúmslofti sem hann persónulega tengir við staðinn og fólkið. Því sem veitir þessum tiltekna stað dulda en um leið sýnilega virkni.

Óskar Kristinn Vignisson (f. 1989) lauk BA gráðu af myndlistarbraut frá Listaháskóla Íslands árið 2014.
Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. Boom Bang II í Contemporary Art Northampton, Englandi árið 2015, Orðið/ Become í Nýlistasafninu árið 2012 á sýningunni Samtímalandslagið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2013.  Óskar Kristinn hefur einnig fengist við kvikmyndagerð í auknum mæli frá útskrift og stefnir hugur hans í framhaldsnám í greininni. 

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,240 ISK

Students with student card

850 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,770 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events