15.01.2011 to 08.05.2011

Orri – Innviðir

Ljósmyndarinn Orrihefur um árabil myndað íslensk eyðibýli og á sýningunni Innviðir birtist yfirlit eyðibýlamynda hans frá árunum 1999-2010. Um langt skeið hafa íslenskir ljósmyndarar heillast af íslenskum eyðibýlum, en athygli þeirra hefur oftar en ekki beinst að ytra byrði húsanna; á samhengi sjálfra bygginganna við umhverfi sitt og íslenskt landslag. Þar að auki hafa eyðibýlamyndir undanfarinna ára gjarnan verið svarthvítar og sveipaðar rómantískri mystík. Í ljósmyndum Orra kveður við annan tón. Þar er gerð tilraun til að fanga litríkan andann sem ríkir í innviðum eyðibýlanna og þá ómetanlegu litapallettu sem skapast þegar óreiðukennt veðurfar vinnur á veggfóðri, málningu og húsgögnum; á að fanga áru hins yfirgefna.

Orri - Innviðir

Orri tekur myndir sínar á stór filmublöð með sáraeinfaldri belgmyndavél og notast eingöngu við þá lýsingu sem er til staðar hverju sinni. Því hefur sjálf gjörðin ekki minna vægi en ljósmyndirnar – að mæta einn í yfirgefið hús, oft fjarri mannabyggðum, og dvelja þar tímunum saman; einn með myndavél og ekkert annað til að skrásetja hverfandi veruleika, skrásetja veðrunina og híbýli sem stundum hafa verið yfirgefin með yfirvegun en oft í augljósum flýti.

Dvölin kallar fram ótal spurningar: „Af hverju lagðist þetta hús í eyði? Gerðist það í sorg eða sátt? Af hverju fengu sumir hlutir ekki að fylgja með í flutningunum? Hverjir bjuggu hér og hvar dvelja þeir nú?“ Þannig er hver ljósmynd Orra eins konar föngun á tómi og hinu ósvaraða; á hinu yfirgefna einkarými – þetta eru myndir af hlutlægum veruleika sem enn loða við fingraför hins mannlega.

Orri hefur sýnt brot af eyðibýlamyndum sínum bæði hér á landi og erlendis en sýningin Innviðir á Ljósmyndasafni Reykjavíkur er fyrsta heildarsýning myndanna. Fyrsti hluti ljosmyndanna úr myndaröðinni voru sýndar haustið 2001 í Galleri Image í Árósum, elsta ljósmyndagalleríi Evrópu. Sýningin fékk lofsamlega dóma í stærsta dagblaði Árósa og vorid eftir var syningin sett upp í Galleríi Skugga í Reykjavík vorið 2002. Í framhaldinu fóru valdar myndir úr þessum fyrsta hluta verkefnisins á samsýningar í Moskvu, Frakklandi og Serbíu.

Orri stundaði nám í ljósmyndun við School of Visual Arts í New York og lauk þaðan BFA-gráðu árið 1996. Árið 1998 hélt hann sína fyrstu einkasýningu þegar hann sýndi portrettmyndir á Kaffi Mokka. Myndir Orra hafa einnig birst í tímaritum á borð við Changing Faces, Iceland Review, Big Magazine og Ský.

Orri er ekki við eina fjölina felldur, því auk þess að taka ljósmyndir semur hann, tekur upp og útsetur tónlist. Orri og Dagur Kári reka saman tvíeykið Slowblow sem sent hefur frá sér nokkrar plötur, auk þess að hafa samið og útsett tónlist við allar myndir Dags Kára, kvikmyndir á borð við Nóa Albinóa, Voksne Mennesker og The Good Heart. Nú síðast gerðu þeir félagar tónlistina fyrir kvikmyndina Brim eftir Árna Ólaf Ásgeirsson.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events