01.06.2007 to 09.09.2007

Olaf Otto Becker – Páll Stefánsson – Rax - AUTOMATOS

Það að íslensk náttúra er fræg fyrir fjölbreytileika sinn, og að landið þykir land- og jarðfræðilega einn sérstakasti staður á jörðinni, er flestum kunnugt. Innlendir sem erlendir ljósmyndarar hafa í gegnum tíðina sótt sér hingað innblástur og gert frægum sögustöðum og stórbrotnu landslaginu vegleg skil. Á fyrri hluta 20. aldar var hin rómantíska náttúrusýn, ósnortin víðátta og hrífandi útsýni ríkjandi í landslagsljósmyndun og mátti þar greina tengsl við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Aðalmarkmiðið var að fanga andblæ staðarins þar sem stöðug fegurð ríkti og breytingar í landslaginu voru einungis árstíðunum og umbrotum náttúrunnar undirorpnar.

Automatos

Þrátt fyrir að samleikur fegurðar og forms séu enn í dag eitt höfuðmarkmiðið við töku á góðri landslagsmynd þá hafa aðrir þættir tengdir athöfnum mannsins í náttúru Íslands fengið aukið vægi og skilin milli náttúru og menningar eru orðin óljós. Hið ósnortna landslag vék fyrir nýrri nálgun sem endurspeglaði alls lags mótsagnir og átök seinni hluta 20. aldar, allt frá fagurfræðilegum til pólitískra. Í kjölfarið tók viðhorfið til landslags breytingum og fólk fór að meta nýja þætti í náttúrunni. Ljósmyndarar beindu nú linsunni í auknum mæli að að smátriðum, auðn, sandi, steinum, veðrabrigðum og birtu. Áhuginn á breytileika landslags hefur aukist og fólk hefur opnað augun fyrir því að samspil manns og náttúru er lykilatriði í þeirri atburðarás og umhverfisvernd hefur sótt í sig veðrið.

Titill sýningarinnar, „Automatos“, vísar til grísks heimspekihugtaks og þýðir „það sem verður til innan frá og breiðir úr sér eða springur út“. Séð út frá landslagi vísar hugtakið til þess sem mótast eða birtist í því sjálfu og þetta ferli á sér birtingarmynd bæði í „hreinni“ náttúrunni en einnig þar sem mannshöndin hefur gripið inn í líkt og með gerð framræsluskurða á láglendi eða byggingu virkjana á hálendinu. Landslagið mótast og sprettur út úr sjálfu sér og náttúran skapar skilyrði sem gera manninum kleift að sveigja og beygja umhverfið eftir sínu höfði. Þessi skilyrði taka svo sífelldum breytingum og bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni. Það er því áskorun fyrir samtímaljósmyndara að miðla þessari skörun sem hefur orðið og finna henni farveg í list sinni.

Ljósmyndum Olafs Otto Becker á sýningunni, sem eru úr myndröðinni Under the Nordic Light, hefur verið líkt við landslagsmálverk rómantísku stefnunnar á 19. öld þar sem fegurð og fullkomleiki voru í öndvegi. Þrátt fyrir að fegurðin og rómantísk náttúrusýn séu til staðar í myndum hans má til jafns greina í þeim mótsagnir og átök seinni helmings 20. aldarinnar; athafnir mannsins endurspeglast af hlutum og framkvæmdum í landslaginu. Náttúruleg umskipti og umbrot í landslagi eru Becker afar hugleikin og hann leitast við að ná fram dýptinni og hinu margbrotna eðli sköpunarkraftsins í náttúrunni.

Páll Stefánsson hefur starfað sem tímaritaljósmyndari fyrir Iceland Review / Atlantica frá árinu 1982 og hefur hann með sínum sérstaka ljósmyndunarstíl haft mikil áhrif á aðra ljósmyndara, íslenska sem erlenda. Nálgun Páls á íslensku landslagi er einstök. Hann hefur sérlega næmt auga fyrir minnstu smáatriðum í náttúrunni og einkennast ljósmyndir hans af sterkum litum, miklum skýrleika og margbrotinni birtu. Þessi atriði nær hann að draga fram með slíkum hætti að halda mætti að töfrar væru á ferð.

Ragnar Axelsson (RAX) hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn fremsti fréttaljósmyndari Íslands. Tengsl mannsins við náttúruna hafa verið honum einkar hugleikin eins og myndirnar úr nýjasta verkefni hans, Leitir í Landmannalaugum, bera vitni um. Þær sýna sambandið milli manna og dýra í baráttu við náttúruöflin við oft erfið veðurskilyrði. RAX hefur í yfir 15 ár ljósmyndað fólk á Norður-Atlantshafssvæðunum; á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum þar sem hefðbundnum lífsstíl er ógnað af fyrrnefndum ástæðum. Með svart-hvítum heimildaljósmyndum sínum nær hann að fanga andrúmsloft aðstæðnanna á einkar svipmikinn og persónulegan hátt.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events