16.05.2004 to 29.08.2004

NÝIR VERULEIKAR - Finnsk Samtímaljósmyndun

Finnsk samtímaljósmyndun hefur undanfarinn áratug hlotið mikla alþjóðlega athygli og verið fremst í flokki Norðurlandanna á þeim vettvangi. Í dag er hún fjölbreyttari og alþjóðlegri en nokkru sinni fyrr og er árangur á alþjóðavísu ekki hvað síst að þakka kerfi á vegum finnska ríkisins sem stuðlaði að alþjóðlegri dreifingu á ljósmyndun og list ásamt markvissri fjárfestingu í ljósmyndafræðslu almennings.

Nýir veruleikar

Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna, er hluti viðfangsefnisins tengdur hinum pólitíska og félagslega raunveruleika sem ríkti í kjölfarið á hruni Sovétríkjanna ásamt aðild Finnlands að Evrópubandalaginu. Spurningar um heiminn í kring hafa séð stærsta hluta þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni fyrir fjölda viðfangsefna.

Efnistök sýningarinnar eru af margvíslegum toga og fjalla um hluti eins og tilvist einstaklingsins, landslag, umhverfi, og sögu. Segja má að landslag og náttúruform séu sett fram óræðan hátt og eru hugtök gjarnan túlkuð á nýjan máta, sett í ný samhengi og sköpuð um þau umræða.

Sýningin New Realities – Finsk samtida fotografi var sett upp í Gautaborg í byrjun árs 2003 í sýningarstjórn Hasse Persson. Verkin á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur samanstanda af hluta þeirrar sýningar sem eru í eigu Hasselblad Center í Gautaborg og verkum í eigu Finnska Ríkisljósmyndasafnsins í Helsinki.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events