24.11.2006 to 28.01.2007

Mogens S. Koch - Analog-Dialog

Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á þessari sýningu hér í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu.

Analog dilalog

Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events