27.09.2003 to 01.12.2003

MAGNÚS ÓLAFSSON - Ljósmyndari

Ljósmyndasafni Reykjavíkur er mikill heiður að kynna yfirlitssýningu á verkum Magnúsar Ólafssonar (1862-1937) eins helsta frumherja í íslenskri ljósmyndun. Verk Magnúsar, sem eru kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur, varpa ljósi á tímabilið frá aldamótum 1900 fram undir miðbik 20. aldar og fletta upp svipmyndum frá tímabili er samhliða tækniframförum einkenndist af þjóðfélagsbreytingum og þróun borgarsamfélags í Reykjavík.

Magnús Ólafsson

Segja má að Magnús hafi verið ljósmyndari Reykjavíkur en myndir hans hafa veitt okkur einkar fjölþætta sýn á höfuðstaðinn á þessum tíma. Fjöldaframleiðsla stereóskópmynda sem hann innleiddi inn á íslenskan ljósmyndamarkað höfðu víðtæk áhrif á myndsýn þjóðarinnar og nutu þær einnig  vinsælda erlendis þar sem þær vöktu athygli á landslagi og náttúrufegurð landsins.  Einnig varð Magnús fyrstur Íslendinga til að lita stækkaðar ljósmyndir og notaði til þess vatnsliti.

Á þessari yfirlitssýningu verða um 80 ljósmynda Magnúsar sem skipt er í fimm meginflokka; Portrett, Atvinnulíf, Reykjavík, Landsbyggðin og Atburðir og spanna myndirnar feril hans sem ljósmyndara frá árinu 1901 fram til dánardægurs árið 1937.  Sýningin um Magnús fléttar saman bæði sögulegri og listrænnri arfleifð íslenskrar ljósmyndunar og varpar ljósi á hversu mikilvægan þátt hann átti í að skapa þá mynd sem við gerum okkur af Reykjavík og Íslandi í heild sinni í upphafi 20. aldar.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events