07.02.2004 to 09.05.2004

LEIFUR ÞORSTEINSSON - Fólk og borg

Leifur Þorsteinsson hóf feril sinn sem ljósmyndari upp úr 1960 og er frumkvöðull í auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun á Íslandi. Hann er einn virtasti ljósmyndari sinnar kynslóðar hérlendis og hefur tekið þátt í sýningum víða bæði innan lands og utan. Má þar nefna þátttöku hans í heimssýningunni EXPO 70 í Osaka auk þess sem hann var í forsvari fyrir Íslendinga á ljósmyndasýningunni Frozen Image á Scandinavia Today í Bandaríkjunum 1982. Einnig hefur Leifur hlotið menningarverðlaun DV í listhönnun fyrir sýninguna Kyrralíf í Stöðlakoti.

Fólk og borg

Leifur er einn af stofnendum Ljósmyndasafnsins sem síðar varð Ljósmyndasafn Reykjavíkur og hefur unnið ötullega að ljósmyndafræðslu, fyrst á vegum Ljósmyndarafélagsins, síðar í Iðnskólanum og Listaháskólanum. Þekking Leifs á efnafræðilegri hlið ljósmyndunar eins og lit og litvinnslu er mikils metin og hefur hann verið lærifaðir margra íslenskra ljósmyndara á því sviði sem og í tölvu- og myndvinnslu.

 

Myndirnar á sýningunni eru svart/hvítar og teknar á um 40 ára tímabili, frá 1963 allt til dagsins í dag. Þær bregða upp ýmsum stemmningum úr Reykjavík þar sem viðfangsefnið er fólkið og borgin, tveir órjúfanlegir þættir sem endurspeglast hvor í öðrum.

 

Leifur Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík árið 1933. Hann stundaði nám í Kaupmannahöfn á árunum 1955 –1962, þar sem hann hóf nám í eðlis- og efnafræði en snéri sér síðan að ljósmyndun. Eftir Kaupmannahafnardvöl sína, árið 1962, stofnaði hann ljósmyndastofu sína Myndiðn í Reykjavík.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events