14.05.2011 to 03.09.2011

Karl Christian Nielsen - REYKVÍKINGAR – MYNDBROT ÚR SAFNI VERKAMANNS

Á 30 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavíkur er það okkur mikil ánægja að efna til yfirlitssýningar á úrvali ljósmynda úr safni ljósmyndarans og verkamannsins Karls Chr. Nielsens (1895-1951), en safn hans er varðveitt á Ljósmyndasafninu.

Reykvíkingar - Myndbrot úr safni verkaman

Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Til skamms tíma, um 1914-1916, starfaði hann og nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg. Eftir það vann hann aðallega láglauna verkamannastörf, lengst af sem bæjarstarfsmaður hjá Reykjavíkurbæ, við gatnagerð, ýmis konar hreinsunarstörf, meindýraeyðingu o.fl.

Þrátt fyrir brauðstritið á götum bæjarins var myndavélin sjaldan langt undan enda má segja að Karl hafi gert ljósmyndaiðkun sína að lífstíll. Í efnahagslegu tilliti var Karl staddur í neðri lögum þjóðfélagsstigans, þ.e. fátækur fjölskyldumaður af alþýðustétt, öreigi í þröngu leiguhúsnæði allt sitt líf. Þrátt fyrir þessar samfélagslegu skorður, tókst honum, vopnaður myndavél, að skapa afar merkilegt heimildasafn ljósmynda sem býður upp á fágætt tækifæri til að skoða hið hversdagslega líf Reykvíkinga á fyrri helmingi 20. aldar í gegnum sjóngler fulltrúa þess sjálfs.

Karl var Reykjavíkurljósmyndari alþýðunnar og eitt af því sem sem einkennir myndir hans og sameinar þær flestar er grákaldur raunsæisblær augnabliksins – tifandi mannlíf hversdagsleikans: Glaðbeittir verkamenn iða af lífi á sólríkum vinnudegi á Ægisgötu, víðavangshlaupari kemur á harðastökki í átt að marki umvafinn áhorfendum í Austurstræti og barnungar stúlkur heilsa að hermannasið á Njálsgötunni.

Á sýningunni eru ríflega 60 nýjar stækkanir, gerðar eftir úrvali mynda sem Karl tók á um 35 ára ljósmyndaferli, þær elstu frá 1916 og þær yngstu teknar um 1950. Auk þess eru á sýningunni gamlar frumkópíur úr safni Karls.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events