23.02.2007 to 26.05.2007

Jo Duchene - MARGLITT – ÚTLIT - Made in Iceland

Á sýningunni Marglitt – útlit: Made in Iceland gefur að líta ljósmyndir af húsum á Íslandi; þessi hús eru jafnt opinber sem í einkaeigu, íbúðarhús, iðnaðarhús, verslunarhús, sveitabæir og kirkjur. Húsin sem fangað hafa auga franska ljósmyndarans Jos Duchene eru af fjölbreytilegum toga, stór, lítil, gömul, ný, tignarleg eða í niðurníðslu. Hann velur myndefni sín út frá byggingar- og félagsfræðilegum formerkjum, hús sem geyma sögu og menningu; hús sem eru samofin íslenskri þjóðarvitund.

Marglitt útlit

Duchene leggur áherslu á að vera hlutlaus gagnvart myndefninu. Hann upplifir landslag íslenskrar húsagerðar með auga gestsins; sér húsin með „frönskum augum“ og út frá franskri menningu. Hann hrífst af líflegum skreytingum á húsum í öllum regnbogans litum, hvort heldur úr steinsteypu, timbri eða bárujárni. Hann hrífst af því „marglita útliti“ sem er á skjön við ríkjandi stefnu í húsagerð á Íslandi í dag.

Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er ferðalag inn í ýmsa menningarkima hér og þar á landinu og vekur ekki bara upp spurningar um sérkenni og eðli húsanna heldur varpar einnig ljósi á menningarsögulega hlið þeirra. Með þessu heildstæða safni er markmiðið að fá áhorfandann til þess að staldra við og velta fyrir sér íslenskri húsagerðarlist og uppruna hennar – „made in Iceland“.

Jo Duchene er fæddur 1947 í Portúgal, býr og starfar í París. Jo Duchene er listamannsnafn José D.F. de Carvalho. Menntaður ljósmyndari og stundaði einnig nám í félags- og stjórnmálafræði. Hefur verið virkur þáttakandi í ljósmyndaheimi Parísar til margra ára og tekið t.d. tekið þátt í Mois de la Photo og Prix Européen de la Photography. Duchene er mikið gefinn fyrir ferðalög og hefur ferðast reglulega um Evrópu, Ameríku og Asíu við heimildaöflun á sviði ljósmyndunar. Hann hefur sýnt ferðaljósmyndir sínar í Galerie BIP í Montrouge í yfir áratug.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events