23.01.2010 to 09.05.2010

Jakob Jakobsson - GENGIÐ AÐ VERKI

Jakob Jakobsson hefur tekið ljósmyndir í hálfa öld. Helstu viðfangsefni hans hafa verið portrettmyndir, landslagsmyndir og myndir af fólki við byggingarstörf. Sýningin Gengið að verki sem nú er sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fjallar einmitt um það síðastnefnda; svarthvítar myndir af byggingarstörfum og er lögð sérstök áhersla á myndir teknar á Íslandi á árunum 1955 til 1970. Ljósmyndirnar hafa ekki einungis mikið sögulegt gildi heldur eru teknar með næmu auga ljósmyndarans Jakobs sem vegna ævistarfs síns sem byggingatæknifræðingur hefur tekið þátt í mörgum stórum byggingaframkvæmdum og eru þar helstar Búrfellsvirkjun og Findhornbrúin í skosku hálöndunum.

Gengið að verki

Jakob horfir á byggingarstaðinn af sama sjónarhóli og hann skoðar heiminn og er sýn hans ákaflega mannleg. Hvort sem hann tekur myndir úr nálægð eða úr fjarska leggur hann áherslu á fólk, sem er niðursokkið í verkleg störf. Á myndinni „Mælingamenn“ sjáum við menn berjast við að reisa mælistikur í hávaðaroki. Á myndinni „Smiðir reisa sementsgeymslu“ liggja smiðirnir yfir teikningum. Á myndinni „Matseljur fylgjast með opnun skurðar“ sjáum við þessa viðhafnarathöfn með augum kvennanna sem hafa eldað og borið fram mat fyrir byggingarverkamennina. Í myndum sínum leikur hann sér að mótsagnakenndum stærðarhlutföllum. Maðurinn verður oft örsmár við hlið risavaxinna mannvirkja en gegnir þó þýðingarmiklu hlutverki í heildarmyndinni. Á myndunum sem teknar eru á Íslandi skapar landslagið nýja vídd í þessum leik að stærðum og hlutföllum, hinar víðáttumiklu eyðimerkur og miklu eldfjöll kallast á við risastærð mannvirkjanna.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events