13.09.2009 to 11.01.2010

HEIMA – HEIMAN - Katrín Elvarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir

Á sýningunni Heima – Heiman hittum við fyrir ólíka einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín. Flestir hafa þeir þurft að yfirgefa heimaland sitt vegna stríðsátaka. Sumir hafa leitað skjóls í flóttamannabúðum – aðrir hafa flúið land úr landi – en allir eiga þeir sameiginlegt að hafa að lokum komið hingað til Íslands og búið sér hér nýtt heimili.

Heima-heiman

Á sýningunni Heima – Heiman fáum við innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Á ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur ganga þeir til móts við okkur. Þeir sýna okkur hverjir þeir eru – en við getum aðeins gert okkur í hugarlund hvað þeir hafa fram að færa, hvaða sögu þeir hafa að geyma. Engu að síður veita þeir okkur aðgang að tilfinningum sínum. Við skynjum brot af sögu þeirra og tilfinningum í gegnum einn einstaka hlut sem fylgt hefur þeim frá gamla heimalandinu og hingað heim.

Brot af sögu þeirra er jafnframt miðlað með texta sem unninn er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur við hælisleitendur og flóttamenn á Íslandi. Á hljóðupptöku sem er hluti af sýningunni getum við hlustað á einstaka flóttamenn segja frá reynslu sinni. Þeir leitast við að koma upplifunum sínum í orð, finna þeim stað í tungumálinu. Flest vitum við hversu erfitt getur verið að miðla flókinni atburðarrás og

djúpum tilfinningum með orðum einum saman. Þegar orðin sem við þurfum að nota eru þar fyrir utan framandi tungumál, getur verkefnið orðið næstum óyfirstíganlegt. Þess vegna er enn mikilvægara að við leggjum vel við hlustir. Að við bæði horfum og hlustum.

Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari á að baki farsælan og fjölbreyttan feril sem ljósmyndari. Hún lauk B.F.A. prófi frá Art Institute of Boston árið 1993 og hefur síðan þá haldið fjölda einkasýninga á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Danmörku, nú síðast í Gallerí Ágúst þar sem sýning hennar Margsaga opnaði í ágúst síðastliðnum. Katrín er einn af stofnfélögum í Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.

Sigrún Sigurðardóttir er menningarfræðingur og hefur sérhæft sig í rannsóknum á ljósmyndum og þýðingu þeirra fyrir upplifun og skilning fólks á veruleikanum í fortíð og nútíð. Sigrún vinnur nú að ljósmyndarannsókn á Þjóðminjasafninu auk þess sem hún kennir við Listaháskóla Íslands.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events