06.02.2004 to 06.11.2004

Fyrir og Eftir

Fyrir og eftir er heiti á sýningu sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur opnar 6. nóvember. Með þessum titli er verið að skírskota til útlits, fyrirmynda eða ímynd manneskjunnar sem situr fyrir á ljósmynd hjá ljósmyndara. Frá upphafi ljósmyndunar árið 1839 hefur verið leitast við að sýna manneskjuna sem fallegasta á hefðbundnum andlitsljósmyndum og tekið mið af tískustraumum hvers tíma.

Fyrir og eftir

Tilgangurinn með sýningunni er að velta fyrir sér þeirri ímynd sem fólk skapar með ljósmyndum, fyrirmyndum og fegurðinni –hvað telst fallegt. Samtímis verður ekki komist hjá því að ljóstra upp “atvinnuleyndarmáli” ljósmyndara og jafnframt svipta hulunni af andlitinu og sýna andlitsmyndir áður en ljósmyndin er retússeruð eða fótosjoppuð og síðan eftir breytinguna.

Á sýningunni er jafnframt myndaröð þar sem sjá má þróun tískustrauma í töku andlitsmynda frá 1900 til dagsins í dag. Einnig verða sýndar baksviðsmyndir sem sýna fyrirsætur að störfum -þ.e. þegar verið er að mynda þær.

Í sýningarbæklingi er grein eftir Hermann Stefánsson bókmenntafræðing og rithöfund þar sem hann setur fram ýmsar hugleiðingar um “Fyrir og eftir” en þar segir m.a. “Hverju sætir þessi löngun til að fegra mynd okkar? Áður en ljósmyndin kom til sá portrettmálverkið um þetta, að sníða agnúana burt af andliti okkar, slétta úr hrukkunum, grenna módelið og stækka á því brjóstin. Hér mætti setja á mikið mál um hégóma og göfgun og svo mætti líka andmæla því jafnharðan, spyrja: Hver er ekki hégómlegur? Og benda á að fegurð – rétt eins og ljótleiki – ristir ekki djúpt í hörundið.”

Sýningin samanstendur af verkum úr safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur auk samtímamynda úr ýmsum áttum.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events