FRUMEFNIN FIMM - Ferðadagbækur Claire Xuan
Sýningin Frumefnin fimm– Ferðadagbækur Claire Xuan er byggð á ferðadagbókum frönsk-víetnömsku listakonunnar Claire Xuan og er safn ljósmynda sem eru geymdar í handgerðri öskju. Ljósmyndirnar eru unnar með litógrafíu og á pappír úr náttúrulegum efnum. Á milli myndanna er þunnur pappír (papyrus) með áþrykktum sérkennum og leturtáknum mismunandi þjóða.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Claire sækir innblásturinn að hugmyndinni um ferðadagbækurnar til meginfrumefnanna fimm í Asíu og spanna ferðadagbækurnar starfsferil Claire Xuan síðastliðin sex ár í fimm mismunandi löndum: Víetnam, París (Frakklandi), Marokkó, Madagaskar og á Íslandi. Á ferðum sínum vítt og breitt um heiminn leitar Claire að birtingarmyndum þessara fimm náttúrulegu frumefna alheimsins: trés, elds, jarðar, málma og vatns og festir þau á filmu.
Ljósmyndir Claire Xuan vega augljóslega þyngst í verkum hennar, en þær teljast þó einar og sér ekki vera mikilvægustu verk sýningarinnar heldur gegnir askjan sjálf og gerð hennar jafnveigamiklu hlutverki.