18.02.2006 to 24.05.2006

Friðrik Örn - 10.000 – dagar með myndavél

Sýning Friðriks Arnar ljósmyndara, 10.000 – dagar með myndavél verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur hinn18. febrúar 2006. Titill sýningarinnar vísar til þess að 27 ár, eða um tíu þúsund dagar, eru liðnir frá því að Friðrik Örn eignaðist sína fyrstu myndavél þá átta ára að aldri. Myndirnar á sýningunni spanna allt þetta tímabil fram til dagsins í dag.

10.000 dagar með myndavél

Sýningin einkennist af mikilli fjölbreytni þar sem ýmsum aðferðum og stílbrigðum er beitt. Að þessu leyti minnir hún um margt á risavaxna úrklippubók þar sem uppsetningin er fjarri því að vera með hefðbundnu sniði. Polaroid-myndir, myndbandsverk, úrklippur, dagbækur, ljósmyndaveggfóður og stórar útprentanir verða meðal annars sýndar auk myndavéla úr fórum ljósmyndarans.

Myndirnar eru margar enda spannar sýningin langan feril og sýnir miklar andstæður í viðfangsefnum og þróun ljósmyndarans sem listamanns.

Friðrik Örn lauk BA-gráðu frá Brooks Institute í Kaliforníu árið 1994 og hefur starfað við atvinnuljósmyndun frá 1991. Hann hefur unnið við auglýsingaljósmyndun, starfað sem ljósmyndari við ýmsar þekktar kvikmyndir, svo sem 101 Reykjavík og Bjólfskviðu, ásamt því að vinna töluvert fyrir leikhús, sjónvarp og með myndlistarmönnum. Allt frá útskrift hefur hann tekið þátt í samsýningum og verið með einkasýningar jafnt erlendis sem hér á landi.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events