Dominik Smialowski – Brotlending
Sýningin Brotlending eftir ljósmyndarann Dominik Smialowski byggir á vísindaskáldsögulegum söguþræði. Um er að ræða sviðsettar senur með flugmanni í aðalhlutverki, týndum og örvingluðum eftir að hafa brotlent á ókunnum slóðum. Þó hann viti að staða hans sé vonlaus leitar hann leiða til að komast aftur til baka.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Myndirnar búa yfir sterku myndmáli þar sem söguþráðurinn er skýr án þess að texti komi við sögu. Áhorfandinn er leiddur inn í uppspunninn heim sem spilar sterkt inn á tilfinningaskalann. Sterkust eru vísindaskáldssögulegu áhrifin í söguhetjunni og sérstökum búningi hans. Þar er margt sem minnir á kvikmyndir á borð við 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og Moon eftir Duncan Jones þar sem einni persónu er fylgt út í gegnum myndina. Verkið ber með sér einmanaleika með því að kynna aðeins eina persónu til leiks á því er virðist ókunnum slóðum.
Í fyrstu er ekki ljóst hvort hann hafi fundið aðra plánetu, leitað að lífi í líkingu við okkar, eða er kominn aftur á heimaplánetu sína jörðina og séð að öll siðmenning hafi verið þurrkuð út í fjarveru sinni. Eftir að hafa fundið tvo hesta á víðavangi er hægt að gera sér grein fyrir að svo er ekki. Á þeim punkti byrjar áhorfandinn að furða sig á hvað hafi gerst og hvar allir séu. Líkt og maður í tilvistarkreppu sjáum við flugmanninn liggja á bakinu, stara upp í skýin, hnipraðan saman í fósturstöðu, ráfandi eirðarleysislega um, og hlaupandi um viti sínu fjær í örvæntingarfullri von um að finna svör. Að lokum hverfur hann sjónum.
Tekið úr texta eftir Pinar Noorata, My Modern Met.
Dominik Smialowski er fæddur 1981 í Varsjá, Póllandi. Afskipti hans af ljósmyndun hófust fyrir alvöru er hann fékk námsstyrk við Kvikmyndaskólann í Varsjá. Hann hefur hlotið verðlaun í mörgum ljósmyndasamkeppnum og vinnur sem ljósmyndari fyrir fjölmörg ólík fyrirtæki.
Dominik vil koma á framfæri sérstaks þakklæti til kærustu sinnar Joanna Pawłowska sem hjálpaði honum mjög mikið við gerð myndraðarinnar. Án hennar væri enginn flugmaður.