23.02.2007 to 27.05.2007

Damien Peyret - SUND & GUFA

Damien Peyret er franskur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Hann hefur verið mjög ötull við að taka ljósmyndir í um tíu ára skeið og notar ljósmyndaverk í heimildamyndum sínum. Í sýningunni Sund & Gufa sem nú er sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýnir hann Polaroid myndir af fólki í Sundlaug Kópavogs ásamt stuttmyndinni A Taxi for Reykjavik frá árinu 2001. Myndin var gerð fyrir fransk-þýsku sjónvarpsstöðina Arte og var valin á kvikmyndahátíðina í Locarno. Henni hefur verið lýst sem hvorki raunverulegri heimildamynd né hreinum tilbúningi heldur einhvers staðar á milli mannlýsingar og skissu þar sem gefið er í skyn hvað er raunverulegt án þess þó að fletta hulunni alveg af því.

Sund og Gufa

Peyret er ljósmyndari sem staðsetur sjálfan sig í ákveðinni fjarlægð frá raunveruleikanum. Fyrst gefur hann sér tíma til að virða fyrir sér hinn heillandi heim heitra hvera og að því búnu sökkvir hann sér niður í þessa ,,leikmynd” sem er í senn stórbrotin og hversdagsleg, þar sem hið sýnilega og hið ósýnilega renna saman í eitt.

Í ljósmyndum sínum sviptir hann ekki hulunni af öllu heldur tæpir á hlutunum. Og það sem meira er, þar sem hann horfir, ekki bara á þá með augunum heldur einnig öðrum skynfærum, er sérhverjum áhorfanda frjálst að hugleiða þá sinn hátt.

Damien Peyret er fæddur 1961 í Frakklandi, býr og starfar í París. Eftir að hafa lokið námi í listhönnun stofnaði Peyret tímaritið Trajectoire Visuelle og hóf störf í auglýsingaiðnaðinum sem stílisti. Frá árinu 1997 hefur hann beint kröftum sínum að framleiðslu og ljósmyndun, t.d. auglýsingar og stuttmyndir fyrir sjónvarpsstöðvarnar Arte og Canal +. Kvikmynd hans Un taxi pour Reykjavik hefur verið valin á margar af helstu alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum og ljósmyndaverk hans eru reglulega til sýnis í Spree Gallery í París.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,150 ISK

Students with student card

780 ISK

Children (0-17 years)

Free admission

Disabled

Free admission

Reykjavík Culture Year Pass

7,100 ISK

City Card holders

Free admission

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events

Subscribe to our photo of the week.