Kubburinn 26.06.2015 to 13.09.2015

Dagur Gunnarsson - Á förnum vegi

Góðar andlitsmyndir hreyfa við okkar innsta kjarna því þær vekja forvitni og viðbrögð sem spanna allan tilfinningaskalann. Við skönnum stöðugt þau andlit sem verða á vegi okkar, það er hluti af viðvörunarkerfi undirmeðvitundarinnar. Er viðkomandi vinveittur eða fjandsamlegur? Skyldur okkur eða framandi? Glaður eða reiður?

Á FÖRNUM VEGI

Andlitsmyndir tala til okkar með beinum hætti. Það þarf engin prófskírteini til að lesa í andlit – það er hæfileiki sem við fáum í vöggugjöf.

Þær myndir sem hér birtast eru af fólki sem hefur orðið á vegi ljósmyndarans af ýmsum ástæðum. Sumir eru vinir og vandamenn eða samstarfsfólk sem hefur ekki getað skotið sér undan linsunni. Aðrir hafa verið viðmælendur mínir í einhverjum fjölmiðli, það útskýrir hátt hlutfall listamanna í þessari myndaröð.

Er myndin trú viðfangsefninu? Er hægt að túlka innsta kjarna fyrirsætunnar með einni ljósmynd? Er það yfir höfuð eftirsóknarvert?

Dagur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fólk er einfaldlega heillandi, það er gefandi að skoða andlit, gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og semja sögur við hvert andlit. Við búum í samfélagi manna og þessi myndaröð er hluti af ævilöngu rannsóknarstarfi á því samfélagi.  Með því að skoða annað fólk er ljósmyndarinn ósjálfrátt að líta í eigin barm, í leit að sjálfum sér hugsanlega, bera sig saman við annað fólk í gegnum linsuna, spegla sig í öðrum.

Dagur Gunnarsson nam ljósmyndun í London College of Printing og útskrifaðist 1995. Hann hefur stundað ljósmyndun frá unga aldri og hefur hann sérhæft sig í andlitsmyndum.
Fólk er viðfangsefni Dags hvort sem hann hefur starfað í fjölmiðlum eða ferðamennsku og það sama gildir um ljósmyndunina. Útskriftarverkefni Dags úr LCP voru svarthvít portrett og hann hefur haldið áfram á þeirri braut. Dagur hefur sýnt tvisvar áður í Reykjavík, á Mokka 1991 og í Gallerí Grums á laugavegi 2009 og myndir hans hafa birst á vefmiðlunum ruv.is og mbl.is.
Margir viðmælendur hans í Ríkisútvarpinu þurfa einnig að sitja fyrir á mynd og þegar facebook kom til skjalanna stofnaði Dagur ljósmyndamöppu með heitinu The people I meet og safnaði í hana 500 andlitsmyndum svo úr varð einskonar dagbók með andlitsmyndum. Dagur lokaði því verkefni en hélt áfram að mynda fólk sem á vegi hans varð af miklum móð og er sýningin Á förnum vegin afraksturinn af slíkum myndatökum síðastliðin fimm ár.

Sýningin er styrkt af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar.

Sýningarstjóri er Harri Gylfason.

Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events