14.01.2012 to 06.05.2012

BERGMÁL - Charlotta Hauksdóttir & Sonja Thomsen

Bergmál nefnist samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen sem sett er upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin samanstendur af einstökum verkum sem mynda órofa heild. Viðfangsefnið er tíminn og endurbirting hins liðna og má segja að titillinn vísi ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta María og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA gráðu í ljósmyndun árið 2004.

Bergmál

Horfur, myndasería Charlottu Maríu Hauksdóttir, er tekin á Íslandi á níu mánaða tímabili, frá hausti 2008 til vors 2009. Hún er unnin á umbrotatímum á Íslandi og er sett upp í formi bókverks sem dregið er út eins og harmonikka. Við fyrstu sýn virðast myndirnar nánast vera eins en þegar vel er að gáð má greina muninn á árstíðunum sem og breytingar innandyra. Í Baksýnisspeglinum, röð mynda sem teknar eru af baksýnisspegli bíls, sjáum við tvö sjónarhorn samtímis; bæði það sem er að gerast fyrir framan og aftan.

 

Bandaríski ljósmyndarinn Sonja Thomsen sýnir okkur myndbrot úr lífi sem virðast við fyrstu sýn vera sprottin úr undirmeðvitundinni en öðlast nýja merkingu í meðförum áhorfandans eins og segir í texta Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings um sýninguna. Lacuna er innsetning á vegg og er sett þannig fram að nokkrar myndanna eru fjölfaldaðar í bunkum sem hægt er að rífa af og næla sér í eintak. Við hvert eintak sem er tekið minnkar bunkinn og næsta mynd verður daufari. Ripe er átján þátta myndskeið sem sýnt er á skjá á bak við falskan vegg þannig að áhorfandinn horfir á myndirnar í gegnum gat á veggnum. Við sjáum því aðeins brotabrot af því sem er á þeim en aldrei heildarmyndina. Í Proscenium er horft í gegnum glugga með útsýni yfir Mexíkóflóa og mynda gardínurnar einskonar ramma eða svið. Það sem áhorfandinn sér er kyrr mynd sem breytist hægt og bítandi líkt og hún klekjist út úr þeirri fyrri.

 

Charlotta María Hauksdóttir er ljósmyndari sem býr og starfar í Palo Alto í Kaliforníu. Hún útskrifaðist með MFA gráðu í ljósmyndun frá San Francisco Art Institute árið 2004, og BA í ljósmyndun frá Istituto Europeo di Design í Róm árið 1997.

 

Sonja Thomsen er hugmyndalistakona sem vinnur með ljósmyndir og innsetningar. Hún útskrifaðist með MFA gráðu í ljósmyndun frá San Francisco Art Institute árið 2004 og BA prófi í líffræði og listum frá Kenyon College árið 2000. Hún starfar í heimabæ sínum, Milwaukee Wisconsin.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events