29.07.2015

Bára Kristinsdóttir - Verkstæðið

Í Kubbnum sýnir Bára Kristinsdóttir ljósmynda- og vídeóverk sitt Verkstæðið. Verkið gefur innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunar verkstæði í útjaðri Reykjavíkur á síðustu tveimur árum. Áður voru á vinnustaðnum blómleg viðskipti þar sem unnið var handvirkt upp á gamla mátann. Nútímatækni hóf hins vegar aldrei innreið sína í fyrirtækið og sá tími er kominn að handbragð þeirra er ekki lengur eftirsótt. Einungis eigandinn og einn starfsmaður eru eftir. Fyrirtækið þarf því að lúta í lægra haldi fyrir kínverskri verksmiðjuframleiðslu sem yfirtekið hefur markaðinn.

Ljósmyndasafn - Verkstæðið

Verkstæðið lætur ekki mikið yfir sér utan frá séð og virðist eins og hver annar vinnustaður í iðnaðarhverfi. Þegar inn er komið blasir við önnur sýn. Heimurinn sem þeir félagar lifa og hrærast í hefur lítið breyst frá því að verkstæðið hóf starfsemi fyrir um 40 árum. Viðhald hefur verið í lágmarki sem gerir það að verkum að það er líkt og tíminn hafi staðið í stað.

Bára bregður upp einlægri og heillandi mynd af heimi sem er að hverfa. Myndirnar sýna okkur fagurfræðina og nostalgíuna í gömlum og slitnum hlutum ásamt gömlu handverki. Viðtöl Báru við eigandann og sagnamanninn Elías auka á dýpt verksins og glæða það mannlegri hlýju og nánd. Við skynjum stemninguna og þær tregablöndnu tilfinningar sem bærast í brjósti manns á þessum tímamótum í lífi hans. Um leið varpar verkið sjónum okkar að afleiðingum þjóðfélagsbreytinga,  starfslokum og þeim viðkvæmu tilfinningum sem þeim fylgja.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events