26.10.2002 to 01.12.2002

August Sander – Portrett

Laugardaginn 26. október opnaði Ljósmyndsafn Reykjavíkur sýningu á verkum eins þekktasta portrett-ljósmyndara allra tíma, Augusts Sanders (1876-1964). Á sýningunni gefur að líta yfir 70 af portrettmyndum hans frá árunum 1911-1943, hans allra þekktustu og aðrar minna þekktar, en sem allar tilheyrðu stórhuga brautryðjendaverki hans Maður tuttugustu aldarinnar.

August Sander

Portrettmyndir Sanders frá árunum 1911-1943 eru ekki einungis mikið heimildarverðmæti um Þýskaland á tímum mikilla hræringa í þjóðfélaginu, heldur ekki hvað síst veigamikið innlegg í ljósmyndasöguna og að sama skapi listasöguna. Sander var einn fremsti fulltrúi Nýju hlutlægnisstefnunnar sem markaði tímamót í þýskri málaralist á þriðja tug 20. aldar; í ljósmyndun var stefnan kölluð hin Nýja ljósmyndun. Sander var einn af þeim ljósmyndurum sem lagði grunninn að því að ljósmyndun yrði metin sem listgrein því hann náði með verkum sínum að afmá skilin milli heimildar og listar. Hin nýja ljósmyndun í anda Sanders fól í sér eins og hann segir sjálfur frá, „að sjá hlutina í sínu réttu ljósi, ekki eins þeir ættu vera eða gætu verið “, því ekkert var honum meira á móti skapi en „sykursæt ljósmyndun með tilgerð, uppstillingum og brellum.”

August Sander er enn þann dag í dag fyrirmynd fjölmargra samtímalistamanna; kerfisbundin, nákvæm og hlutlaus nálgun hans á viðfangsefninu eru orðin sjálfsögð aðalsmerki í heimildarljósmyndun og sú formgerðaflokkun sem endurspeglast í portrettmyndum hans ruddi m.a. brautina fyrir portrettmyndaraðir nútímans (m.a. innan conceptualisma). Áhrif August Sanders ná einnig til íslenskrar ljósmyndasögu, fyrr og nú. Má sjá þau í verkum íslenskra samtímaljósmyndara en einnig í verkum ljósmyndarans Sigríðar Zoëga (1889-1968) en hún lærði og vann hjá meistaranum á árunum 1911 til 1914 og aðstoðaði Sander við gerða fjölda portretta á þessum árum sem síðar voru notuð fyrir Mann tuttugustu aldarinnar.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events