01.06.2006 to 24.09.2006

Andrés Kolbeinsson - Yfirlitssýning 1952 – 1965

Á sýningunni er úrval mynda sem hann tók á tímabilinu 1952 – 1965. Myndir Andrésar Kolbeinssonar (1919-2008) frá þessum árum lýsa ungri höfuðborg með vaxandi atvinnulífi og menningu.

Andrés Kolbeinsson

Í þeim birtist okkur ný Reykjavík, og jafnhliða ný sýn á Reykjavík. Stílhrein og tær, full af kyrrð og glöggsýni á hin smáu atriði sem gera lífið fegurra. Og þessi nýja sýn Andrésar gerir sjálfa borgina líka fagra. Því þótt við þekkjum staðinn og tímann og jafnvel fólkið, þá er allt bjartara, hreinna og fínna en okkur minnti, séð í gegnum linsu Andrésar

Þorpsbragurinn er horfinn, stórborgin birtist, gljáfögur og stílhrein, þar sem húsin og bakgarðarnir hafa yfir sér stranggeómetrískt og agað yfirbragð. Lítill drengur siglir á reiðhjóli uppúr spýtnahrúgu í forgrunni á meðan nýbyggingar í bakgrunni sýna stækkandi borgina og boða fullorðinslífið sem bíður hennar og drengsins líka. Kaffihúsin virðast manni meistaraleg, háklassísk hönnunarstykki þar sem tryggð er kyrrðarstund frá erli borgarinnar og umferð þeirra örfáu bifreiða sem sjá má á götunum.

Íbyggnir listamenn eru að störfum, djúpt hugsi eða glaðbeittir mundandi verkfæri sín eða bara nýbúnir að lakka á sér neglurnar, vel vitandi að vöxtur borgarinnar og vöxtur listalífsins eiga sér sameiginlegan taktmæli.

Jafnvel matvælaframleiðsla verður öllum á óvart fagurhrein og listilega formnæm í meðförum Andrésar.

Andrés Kolbeinsson var sjálfmenntaður á sviði ljósmyndunar, en eins og sjá má á þessum sýnishornum sem hér fylgja, hefur hann afar gott auga fyrir myndbyggingu og næma formskynjun. Þótt ótrúlegt sé, þá notaði hann aldrei ljósmæli við tökur og flass einungis ef brýna nauðsyn bar til, slík var eðlislæg tilfinning hans fyrir miðlinum.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,240 ISK

Students with student card

850 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,770 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events