26.09.2009 to 17.01.2010

André Kertész - FRAKKLAND – LANDIÐ MITT

Sýning eins mesta ljósmyndara allra tíma, André Kertész Frakkland – landið mitt (Ma France) kemur frá hinu virta Jeu de Paume safni í París. Ferðalangur þriðja áratugarins kaus Frakkland og var hinn ungverski André Kertész þar engin undantekning en hann kom til Parísar árið 1925, sem á þeim tíma var borg ljóðskálda og listmálara. Hinar klassísku ljósmyndir hans af Eiffel-turninum, vinnustofu Mondrian og hinnar einstöku ljósmynd af dansmey í skopstælingum (Satiric Dancer) voru upphaf stíls sem m.a. starfsfélagar hans og samtímamenn Brassaï og Cartier-Bresson tóku upp. “Allt sem að við höfum gert gerði Kertész á undan okkur” sagði Cartier-Bresson eitt sinn um kollega sinn en hinn lýríski stíll Kertész varð til þess að hann var stundum kallaður “ljóðskáld með myndavélina” . Sýningin er styrkt af Franska sendiráðinu á Íslandi og Alliance Francaise en þessir aðilar koma einnig að viðburðadagskrá í tengslum við sýninguna sem nánar verður auglýst síðar.

Frakkland - landið mitt

Nánar um listamanninn:

André Kertész tók sína fyrstu ljósmynd árið 1912 en hann fæddist í Búdapest árið 1894. Þar tók hann myndir af ættingjum sínum og vinum sem og sveitum Ungverjalands. Eftir stríðið settist hann að í París (1925) þar sem hann uppgötvaði hversu mikla ánægju hann hafði af því að spássera um strætin, við árbakka Signu eða um garða borgarinnar. Í Montparnasse-hverfinu komst hann í kynni við ungverska listamenn og margt af þekktasta fólkinu í bókmennta- og listheiminum (Mondrian, Eisenstein, Chagall, Calder, Zadkine, Tzara, Colette). Árið 1928 var hann einn af fyrstu ljósmyndurunum sem notaði 35 mm myndavél af Leica-gerð og nýtti sér hið myndræna frelsi sem þessi merka myndavélategund bauð upp á. Sem skrásetjari daglegs lífs náði hann að laða fram mikla dýpt úr hversdagslegum atburðum og gefa þeim lýrískan blæ. Fremur en að fylgja ákveðnum kenningum lét hann innsæi sitt stjórna ferðinni en í myndum hans má merkja blæbrigði af abstraktlist og súrrealisma, konstrúktivisma og húmanisma.

Ljósmyndir hans voru víða birtar í frönskum fjölmiðlum (Vu, Art et Médecine) og í Þýskalandi (Uhu, Frankfurter Illustrierte). Árið 1933 gerði hann hina frægu myndröð sína Afmyndanir (Distortions). Árið 1936 þegar hann var á hátindi síns listræna ferils ákvað hann að flytja til New York eftir að hafa skrifað undir samning við Keystone- kvikmyndafyrirtækið. Dagur í París (Day of Paris) sem Alexey Brodovitch átti hugmyndina að, kom út árið 1945.

Frá árinu 1949 starfaði André Kertész fyrir ritstjóra Condé Nast-útgáfufyrirtækisins og voru myndir hans birtar reglulega í tímaritinu House and Garden. Snemma á sjötta áratugnum byrjaði hann að taka myndir í lit. Hann tók myndir af hverfinu sem hann bjó í og færði sig smám saman af strætunum og tók að ljósmynda úr glugganum á íbúðinni sinni sem sneri að Washington Square. Árið 1963 fundust í Suður-Frakklandi filmur hans frá þeim tíma er hann bjó í Ungverjalandi og Frakklandi. Hann nýtur mikillar virðingar um allan heim fyrir hæfileika sína, sínar fjölmörgu sýningar sem og bækurnar: Sextíu ár í ljósmyndun (Soixante ans de photographie – 1912-1972), Ég elska París (J’aime Paris -1974), Afmyndanir (Distortions – 1976) og Minningar frá Ungverjalandi (Hungarian Memories – 1982).

Hann dvaldi tíðum í Frakklandi en dó í New York árið 1985. Stíll hans var háklassískur og hann var mörgum starfsbræðra sinna fyrirmynd. Með sanni má segja að André Kertész sé einn af burðarásum ljósmyndasögunnar.

Sýningin var skipulögð af Jeu de Paume safninu í París með aðstoð frá La Délégation aux Arts plastiques og La Direction de l´Architecture et du Patrimoine, Ministère de la Culture et de la Communication – Frakklandi.

Info

Info

Reykjavík Museum Of Photography

Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6390

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening Hours

Opening Hours

Mon-Thu 10:00-18:00

Fri 11:00-18:00

Weekends 13:00-17:00

Christmas & New Year

Closed 24-26 Dec & 31 Dec-1 Jan.

Easter

Closed from Thurs-Mon

First Day of Summer

Closed 20 April

Labour Day

Closed 1 May

Ascension Day

Closed 13 May

Pentecost

Closed 23-24 May

The National Day

Closed 17 June

Admission

Admission

Adults

1,200 ISK

Students with student card

820 ISK

Children (0-17 years)

Free

Disabled

Free

Reykjavík Culture Year Pass

7,450 ISK

City Card holders

Free

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events