01.06.2014 to 30.11.2014

Svifið seglum þöndum

Lifandi og skemmtileg yfirlitssýning um sögu Sjómannadagsráðs þar sem m.a. er fjallað um uppruna Sjómannadagsins, Happadætti DAS og uppbyggingu Hrafnistuheimilanna.

Svifið seglum þöndum

Sýningin er sett upp í tilefni þess að 75 ár eru síðan Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Sjómannadagsráð var stofnað árið 1937 og hefur starfsemi þess verið margvísleg en þó ber hæst Sjómannadaginn og uppbygging Hrafnistuheimilanna. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi síðan 1938 og eru honum gerð góð skil í Bryggjusal safnins, þar sem framkölluð hefur verið hátíðarstemning 5. áratugsins.  Á sýningunni er rakin forsaga dagsins, þar sem hugmyndin um að efnt yrði til minningadags um drukknaða sjómenn var áberandi. Settur hefur verið upp minningarveggur drukknaðra sjómanna, þar sem að upp eru talin nöfn allra þeirra Íslendinga sem fórust á sjó á síðustu öld, alls 3445 nöfn.

Sjómannadagsráð hefur komið að fleiri málefnum. Segja má að ekkert velferðarmál sjómanna hafi verið því óviðkomandi. Langmikilvægust hafa verið dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistuheimilin. Þau eru nú þrjú talsins í jafn mörgum bæjarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Á sýningunni hafa verið sett upp herbergi vistmanna, annað frá 1960 og hitt frá 2010.  Þar sést augljóslega sú mikla breyting sem orðið hefur á þessum 50 árum.  Til að reisa Hrafnistuheimilin þurfti mikla fjármuni. Þeirra var meðal annars aflað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja, sérstaklega fyrstu áratugina. Einnig voru stofnuð tvö fyrirtæki sérstaklega til að afla tekna, Happdrætti DAS og Laugarásbíó, og hafa þau bæði gegnt hlutverki sínu í meira en hálfa öld. Sýningin gerir þessari merkilegu sögu góð skil í bæði máli og myndum.

Info

Info

Reykjavík Maritime Museum

Grandagarður 8

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6340

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening hours

Opening hours

Open daily 10:00-17:00

Óðinn Coast Guard Vessel

No guided tours available at the moment.

Christmas & New Year

Closed 24-25 Dec

Open 26 Dec 10:00-17:00

Open 31 Dec 10:00-14:00

Open 1 Jan 12:00-17:00

Easter

Maundy Thursday 10:00-17:00

Good Friday - closed

Easter Sunday - closed

Easter Monday 10:00-17:00

Admission

Admission

Adults 18+

2,050 ISK

Children 0-17 years

Free admission

Disabled

Free admission

Óðinn Guided Tour

1,570 ISK

Museum + Óðinn

3,150 ISK

Students with student card

Museum 1,260 ISK, Óðinn 1,250 ISK, Combo ticket 2,600 ISK

Reykjavík Culture Year Pass

7,100 ISK

City Card holders

Free admission

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events