01.06.2014 to 31.08.2014

Reykvíkingar – myndbrot úr safni verkamanns

Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Til skamms tíma, um 1914-1916, starfaði hann og nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg.

Reykvíkingar – myndbrot úr safni verkamanns

Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Til skamms tíma, um 1914-1916, starfaði hann og nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg. Eftir það vann hann aðallega láglauna verkamannastörf, lengst af sem bæjarstarfsmaður hjá Reykjavíkurbæ, við gatnagerð, ýmis konar hreinsunarstörf, meindýraeyðingu o.fl.

Þrátt fyrir brauðstritið á götum bæjarins var myndavélin sjaldan langt undan enda má segja að Karl hafi gert ljósmyndaiðkun sína að lífstíll. Í efnahagslegu tilliti var Karl staddur í neðri lögum þjóðfélagsstigans, þ.e. fátækur fjölskyldumaður af alþýðustétt, öreigi í þröngu leiguhúsnæði allt sitt líf. Þrátt fyrir þessar samfélagslegu skorður, tókst honum, vopnaður myndavél, að skapa afar merkilegt heimildasafn ljósmynda sem býður upp á fágætt tækifæri til að skoða hið hversdagslega líf Reykvíkinga á fyrri helmingi 20. aldar í gegnum sjóngler fulltrúa þess sjálfs.

Karl var Reykjavíkurljósmyndari alþýðunnar og eitt af því sem sem einkennir myndir hans og sameinar þær flestar er grákaldur raunsæisblær augnabliksins – tifandi mannlíf hversdagsleikans: Glaðbeittir verkamenn iða af lífi á sólríkum vinnudegi á Ægisgötu, víðavangshlaupari kemur á harðastökki í átt að marki umvafinn áhorfendum í Austurstræti og barnungar stúlkur heilsa að hermannasið á Njálsgötunni.

Sýningin er samtarfsverkefni milli Ljósmyndasafns Reykjavíkur, þar sem að safn Karls Christians er varðveitt og Sjóminjasafnsins í Reykjavík.

Info

Info

Reykjavík Maritime Museum

Grandagarður 8

101 Reykjavík

Tel: (+354) 411 6340

Contact

For groups (10+) bookings please send a request to:

Contact

Opening hours

Opening hours

Open daily 10:00-17:00

Óðinn Coast Guard Vessel

No guided tours available at the moment.

Christmas & New Year

Closed 24-25 Dec

Open 26 Dec 10:00-17:00

Open 31 Dec 10:00-14:00

Open 1 Jan 12:00-17:00

Easter

Maundy Thursday 10:00-17:00

Good Friday - closed

Easter Sunday - closed

Easter Monday 10:00-17:00

Admission

Admission

Adults 18+

2,050 ISK

Children 0-17 years

Free admission

Disabled

Free admission

Óðinn Guided Tour

1,570 ISK

Museum + Óðinn

3,150 ISK

Students with student card

Museum 1,260 ISK, Óðinn 1,250 ISK, Combo ticket 2,600 ISK

Reykjavík Culture Year Pass

7,100 ISK

City Card holders

Free admission

Sign up to our mailing list

We will send you information about our events