Lífæð lands og borgar
Sýningin fjallar um sögu kaupsiglinga og hafnargerðar í Reykjavík. Sýningin er m.a. sett upp í fyrrum vélarsal Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en salurinn býður upp á nýstárlega möguleika í sýningahaldi og hefur fengið nafnið Bryggjusalurinn.

Sýningin fjallar um sögu kaupsiglinga og hafnargerðar í Reykjavík. Sýningin er m.a. sett upp í fyrrum vélarsal Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en salurinn býður upp á nýstárlega möguleika í sýningahaldi og hefur fengið nafnið Bryggjusalurinn. Salurinn er aflokaður með hátt til lofts og þar var smíðuð 17 metra löng og rúmlega 5 metra breið trébryggja og sjór látinn flæða umhverfis. Gengið er inn í salinn í gegnum Gullfoss frá 1915, út á þilfarið og þaðan niður landgang á bryggjuna sjálfa. Þilfar Gullfoss var endurgert frá sjó og upp í loft, þannig að sýningargestir sjá fyrir sér skipið vera að leggjast að bryggju. Gestir verða um leið hluti af sýningunni og glæða hana lífi, því fólkið á bryggjunni sér gestina á þilfarinu sem farþega í skipinu og gestir á þilfarinu sjá fólkið á bryggjunni sem íbúa Reykjavíkur að fylgjast með skipakomunni.