Björtum öngli beitirðu – Jón Sigurðsson og Litla fiskibókin
Sýningin er byggð á ritinu Lítil Fiskibók sem Jón Sigurðsson gaf út árið 1859. Þar birtist ný hlið á störfum Jóns sem hingað til hefur ekki verið þekktur af áhuga á fiskveiðum.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Sýningin er byggð á ritinu Lítil Fiskibók sem Jón Sigurðsson gaf út árið 1859. Þar birtist ný hlið á störfum Jóns sem hingað til hefur ekki verið þekktur af áhuga á fiskveiðum. Á sýningunni er dregin upp mynd af þeim útgerðarháttum sem stundaðir voru á Íslandi um miðja 19. öld og ráðleggingar Jóns og skoðanir fléttaðar þar inn í. Viðhorf Jóns voru raunsæ og fjallaði bókin aðallega um það sem var nærtækast að bæta. En hann sá ýmislegt fyrir sér í fjarlægari framtíð; að þilbátar kæmu í stað opinna báta, teknar væru upp fleiri vinnsluaðferðir, fiskeldi hæfist, slysavarnir væru bættar, styrkir veittir til rannsókna og tilrauna, stofnaður væri sjómannaskóli o.s.frv. Allt gekk þetta eftir og margt fyrr en hann bjóst við. Sýningin er sett upp í samvinnu við Byggðasafn Vestfjarða og Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.