Neyzlan

Innkaup og neysla í 100 ár: leiðsögn um sýninguna Neyzlan og hópverkefni. Ókeypis rúta fyrir grunnskóla í Reykjavík.

Á sýningunni NeyZlan er hægt að fræðast um neyslumenningu á 20. öld
Neyzlusýningin er á Árbæjarsafni

 

Fjöldi: Einn bekkur

Bekkur: 6. - 9.

Tími: 45-60 mín.

Sýningin Neyzlan varpar ljósi á örar breytingar á neysluháttum á 20. öld. Markmið heimsóknarinnar er að beina sjónum að eigin neyslu, sóun og áhrifum mannsins á umhverfið. Nemendur vinna hópverkefni sem eflir skapandi og gagnrýna hugsun í afslöppuðu umhverfi.
Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir eftirfylgni þar sem áætlað er að nemendur kynni verkefni sín úr heimsókninni í skólanum og er því mælt með að kennarar taki frá eina kennslustund í það.

Fræðsluverkefni með Neyzlunni