Brúðkaup

Viðey_Viðeyjarstofa_Viðeyjarkirkja.jpg

Viðey er dásamlegur staður fyrir brúðkaup og hefur eyjan upp á margt að bjóða.

Viðeyjarkirkja er staðsett við hlið Viðeyjarstofu þar sem brúðhjón geta látið gefa sig saman og fallegt umhverfið gefur möguleika á fallegum brúðkaupsmyndum. Leiga á kirkjunni fyrir athöfn er 26.000 kr. 

Til að bóka kirkjuna vinsamlegast sendið tölvupóst á videy@reykjavik.is

 

Gaman er að byrja veisluna með fordrykk fyrir utan húsið í fallegu umhverfi.

Efri hæð Viðeyjarstofu tekur allt 150 manns í sitjandi veislu og á neðri hæðinni eru minni herbergi sem henta fyrir minni hópa.

Starfsfólk Viðeyjarstofu leggur  áherslu á faglega þjónustu, umgjörð og skreytingar sé með þínar óskir í huga svo veislan verði sniðin að þínum þörfum og takist vel. 

Friðgeir Ingi og félagar á Gallery Restaurant sjá um allar veitingar í Viðeyjarstofu.

Elding sér um að ferja fólk í eyjuna en hægt er að sigla frá Skarfabakka, Hörpu og Ægisgarði.
Frekari upplýsingar – videyjarstofa@videyjarstofa.is