Skotið 01.12.2016 to 15.01.2017

Norður: Simone Darcy

Sýningin Norður fjallar um móðurhlutverkið og löngun til að upplifa eitthvað sem ekki getur orðið að veruleika. Myndmálið tvinnar saman fegurð og sorg, þetta er saga kvenna þar sem sameiginleg reynsla kemur fyrir.

Ljósmynd/Photo: Simone Darcy
Norður: Simone Darcy

Sýningin Norður fjallar um móðurhlutverkið og löngun til að upplifa eitthvað sem ekki getur orðið að veruleika. Myndmálið tvinnar saman fegurð og sorg, þetta er saga kvenna þar sem sameiginleg reynsla kemur fyrir.

Verkið fjallar um ferðalag Simone Darcy um Ísland og samanstendur af myndum sem hún hefur tekið í tímans rás. Ummerki hins áþreifanlega og óáþreifanlega er í forgrunni og sjónum beint að tilfinningalegri og sjónrænni upplifun höfundar af landinu.

Oft er upplifun okkar á ýmsum viðfangsefnum bundin fyrirfram ákveðnum hugmyndum og skilgreiningum. Höfundurinn skorar á gesti að leggja þessar skilgreiningar til hliðar og lesa í myndmálið óháð allri fyrirliggjandi vitneskju.

Simone Darcy býr og starfar í Newcastle, Ástralíu og hafa verk hennar verið sýnd víða um heim. Hún dvaldi í listamiðstöðinni Neslist á Skagaströnd árið 2015. Verkið Norður var sýnt í Verge Gallery, Sydney, 2016; Art System Wickham, Newcastle, 2016. Ljósmynd hennar „Valley Sneak“ hlaut verðlaun á Experimental Photo Prize í Gaffa Gallery, Sydney, 2016.

Sjá nánar á: http://www.simonedarcy.com/