Aðalstræti

Landnámssýningin og Reykjavík ... sagan heldur áfram

Landnámssýningin
Landnámssýningin í Aðalstræti er staðsett neðanjarðar

Reykjavík, frá landnámi til vorra daga

Tvær sýningar sem rekja sögu borgarinnar. Aðgöngumiðinn gildir á báðar sýningar.

 

Landnámssýningin – lífið á landnámsöld.

Opinn uppgröftur þar sem landnámsrústir mæta stafrænni tækni.

Neðanjarðar í Aðalstræti 16 er skálarúst sem varpar ljósi á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur. Þessi rúst er miðpunktur sýningarinnar sem byggð er á fornleifarannsóknum.

 

Reykjavík … sagan heldur áfram.

Fjölskylduvæn og fræðandi sýning um þróun Reykjavíkur frá býli til borgar. 

Gefin er innsýn í margslungna sögu borgarinnar í gegnum þróun húsagerðar og skipulags með viðkomu í elsta húsi miðbæjarins, Aðalstræti 10.

 

Á sumrin og í desember mánuði eru boðið upp á leiðsögn á ensku kl. 11 alla virka daga.

Hljóðleiðsagnir eru í boði, á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og norsku.

Hægt er að sérpanta leiðsagnir fyrir hópa. Vinsamlegast hafið samband í síma 411 6370 eða pantið leiðsögn með því að senda tölvupóst á: landnam@reykjavik.is.