Sýningabeiðnir
Áður en tillaga að sýningu er send Borgarsögusafni Reykjavíkur eru það vinsamleg tilmæli að fyrirspyrjandi kynni sér vel leiðarljós og hlutverk safnsins og sýningarstefnu safnsins.
Vinsamlegast skoðið heimasíðu safnsins þar sem hver sýningarstaður er tilgreindur. Það er mikilvægt að fyrirspyrjandi meti eigin verk í samhengi við stefnu safnsins og sýningarsögu þess áður en sýningarbeiðnin er send.
Sýningarnefnd Borgarsögusafns Reykjavíkur fer yfir allar beiðnir en nefndin hittist á fjögurra mánaða fresti. Sýningarbeiðnum er svarað eftir fund nefndarinnar. Þess má geta að Borgarsögusafni Reykjavíkur berst fjöldi fyrirspurna á hverju ári.
Ef sýningarbeiðnin er samþykkt þá höfum við samband við og ræðum næstu skref. Ef ekki þökkum við kærlega fyrir beiðnina og látum vita eins fljótt og auðið er.
Því miður sjáum við okkur ekki fært að koma með ábendingar, athugasemdir eða skrifa greinargerð varðandi sýningabeiðnir sem hafnað er. Vinsamlegast athugið að sýningar eru oft ákveðnar með allt að 24 mánaða fyrirvara.
Vinsamlegast nýtið neðangreint eyðublað fyrir sýningarbeiðni og sendið á netfangið borgarsogusafn@reykjavik.is.
Kærar þakkir fyrir sýndan áhuga á starfi Borgarsögusafns Reykjavíkur.