Markaðs- og kynningarstefna

Markaðs- og kynningarstarf Borgarsögusafns Reykjavíkur skal styðja við stefnu safnsins og tryggja eins og kostur er að sýningar þess og viðburðir fái góða aðsókn og almenna umfjöllun. Ákvarðanir séu vel ígrundaðar og rökstuddar, og aðgerðir ráðist af því til hvaða markhóps eigi að ná. Í því sambandi er mikilvægt að fylgst sé vel með nýjum straumum og leitað nýrra leiða í markaðsstarfi. Það er stefna Borgarsögusafns að vinna markaðsstarf í auknum mæli með Höfuðborgarstofu og öðrum menningarstofnunum í eigu Reykjavíkurborgar með því fæst aukinn slagkraftur og sýnileiki.

Markmið

  • að kynna Borgarsögusafn sem nýja og spennandi stofnun sem byggir á gömlum grunni
  • að kynna hvern sýningarstað og sérstöðu hans fyrir innlendum sem erlendum gestum
  • að kynna viðburði fyrir innlendum sem erlendum gestum
  • að kynna aðra þjónustu safnsins sbr. minjavörslu, rannsóknir og Húsaverndarstofu
  • að gera kynningarefni í takt við leiðarljós safnsins – forvitnilegt, skapandi og skemmtilegt
  • að halda úti vönduðum vef fyrir safnið sem kynnir alla þætti í starfsemi safnsins
  • að greina markhópa og bestu og hagkvæmustu leiðir til að ná til þeirra
  • að nýta fjölbreyttar leiðir í markaðs-og kynningarstarfi
  • að vera í samstarfi við Höfuðborgarstofu varðandi kynningarmál
  • að meta árangur markaðsstarfsins í ljósi gestakannana og fjölda gesta og heimsókna á vefsíðu og samfélagsmiðla safnsins