Hornsílið 13.05.2016 to 26.11.2017

Þorskastríðin

Sýningin Þorskastríðin, fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976.

Þorskastíðin / For Cod's Sake

Sýningin Þorskastríðin fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Saga þorskastríðanna er rík og margslungin. Í henni koma við sögu fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands eða strákarnir okkar, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. 

Sýningin er afrakstur vinnu nemenda í námskeiðinu Menningarminjar, söfn og sýningar sem er hluti af þverfaglegri námsleið í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.