Aðgengismál á sýningarstöðum safnsins

Árbæjarsafn

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á safnsvæðinu sjálfu en aftur á móti er aðgengi að safnhúsunum almennt takmarkað nema í afgreiðslunni,  Kornhúsinu, og  í Landakoti en þar er lyfta og salernissaðstaða með nægu rými fyrir hjólastól.  Enginn hjólastóll til taks.

Landnámssýningin

Á Landnámssýningunni er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir alla sýningargesti. Salerni fyrir fatlaða er einnig til staðar.

Dyraopnari er á aðalinngangi og lyfta niður í sýningarsvæðið.  Engir þröskuldar eða aðrar hindranir eru í sölum sýningarinnar en gólfið er aftur á móti óslétt.

Allir gripir á Landnámssýningunni eru í sjónhæð einstaklinga í hjólastólum svo og allur gagnvirkur búnaður.

Enginn hjólastóll til taks.

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Aðalinngangur (sem snýr að Grandagarði): Enginn þröskuldur og hurðir opnast sjálfkrafa. Inngangur sem snýr að höfninni/palli, hurðir opnast ekki sjálfkrafa en aðgengi gott að öðru leyti. Lyfta er í húsinu á milli fyrstu og annarrar hæðar.

Aðgengi innanhúss: Gott aðgengi fyrir hjólastóla í öllu húsinu nema niður í Bryggjusal þangað er nokkuð brattur landgangur en hægt að horfa yfir salinn af þilfarinu.

Bílastæði: Stæði við Grandagarð og einnig hafnarmegin. Bílastæði Grandagarðsmegin við húsið er ætlað rútum.

Bílastæði fyrir fatlaða: Eitt við hliðina á aðalinngangi við Grandagarð.

Fundaraðstaða: Hornsílið á annarri hæð, lyfta.

Safnbúð: Á fyrstu hæð, við hliðina á afgreiðslu.

Salerni: Á annarri hæð eru þrjú salerni þar af eitt fyrir fatlaða, þar er einnig skiptiaðstaða.

Veitingasala: Safnkaffi er á  jarðhæð með útiaðstöðu á palli með góðu aðgengi.

Hjólastóll til taks á 1. hæð.

Varðskipið Óðinn

Í skipinu eru brattir stigar, háir þröskuldar og þröngir gangar. Ekki er aðgengi fyrir hjólastóla né þá sem eiga erfitt með gang.

Fólki með innilokunarkennd er ekki ráðlagt að fara um borð. 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Aðgengi að Ljósmyndasafninu er gott. Það er auðvelt að komast inn í Grófarhús og upp á 6. hæð þar sem Ljósmyndasafnið og safnbúðin eru. Á þeirri hæð er líka salerni með nægu rými fyrir hjólastól.

Hjólastóll til taks á 1. hæð.

Viðey

Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er með þó nokkrum takmörkunum.

Hægt er að fá aðstoð hjá ferjumönnum til að komast um borð í bátinn.

Vegna landgangahalla og aðstæðna í Viðey er æskilegt að hafa fylgarmann með í för.

Norðaustur af Viðeyjarstofu er að finna salernisaðstöðu fyrir fatlaða og hreyfihamlaða.

Inngang að Viðeyjarstofu fyrir hjólastóla er að finna á norðurhlið hússins.

Haustið 2014 var lagður nýr stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem er fær öllum hjólastólum.

Í Viðeyjarnausti er hjólastólarampur og salernisaðstaða.

Enginn hjólastóll til taks.