Viðeyjarnaust

Naustið er ein­faldur skáli sem rúmar um 100 manns. Það er opið yfir sum­ar­tím­ann frá 11:30 – 17:00 og er vin­sæll áning­ar­staður á göngu um eyj­una.
Viðeyjarnaust

 Viðeyjarnaust stendur öllum gestum Viðeyjar opið meðan á áætlun­ar­sigl­ingum stendur og því geta hópar átt von á að deila Naustinu með öðrum gestum sem koma til Viðeyjar. Alla útleigu á Naustinu eftir kl. 17:00 ann­ast Elding/Hvalaskoðun (elding@elding.is) og meðal ann­ars stendur hópum til boða að bóka húsið fyrir Midnight Shell Feast eða grilla þar afl­ann úr sjóstangaferðum. Viðeyjarnaust var reist árið 1986 af Hafsteini Sveinssyni,sem þá sá um rekstur Viðeyjarferjunnar.

Viðeyjarnaust
Fjölskylduhátíð í Viðeyjarnausti

Útsýni af pall­inum við Naustið er ein­stak­lega fal­legt.  Við skál­ann er mynd­ar­legt kola­grill sem er öllum frjálst til afnota og vin­sælt af fjöl­skyldu­fólki að koma með pylsur og annað góð­gæti og skella á grillið. Gestum er bent á að hafa með allt sem þarf til grills­ins, þ.e.a.s. allan mat og með­læti, kol, grill­tangir, diska, glös og þess háttar. Þetta þarf að bera frá bátnum og er um 10 mín­útna gangur í Viðeyjarnaust. Inni er sal­ern­is­að­staða og vísir að eldhúsi.

Á vorin kemur fjöldi hópa barna á grunn­skóla­aldri í heim­sókn til Viðeyjar og eiga þau athvarf í Naustinu. Skólahópar geta fengið Naustið frítt til afnota um vor og haust og geta skólar bókað húsið í gegnum videy@reykjavik.is eða í síma 533‑5055.

Naustið er lokað yfir vetr­ar­tím­ann frá 1.september til 14.maí.