Viðeyjarnaust
Naustið er einfaldur skáli sem rúmar um 100 manns. Það er opið yfir sumartímann frá 11:30 – 17:00 og er vinsæll áningarstaður á göngu um eyjuna. /*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Viðeyjarnaust stendur öllum gestum Viðeyjar opið meðan á áætlunarsiglingum stendur og því geta hópar átt von á að deila Naustinu með öðrum gestum sem koma til Viðeyjar. Alla útleigu á Naustinu eftir kl. 17:00 annast Elding/Hvalaskoðun (elding@elding.is) og meðal annars stendur hópum til boða að bóka húsið fyrir Midnight Shell Feast eða grilla þar aflann úr sjóstangaferðum. Viðeyjarnaust var reist árið 1986 af Hafsteini Sveinssyni,sem þá sá um rekstur Viðeyjarferjunnar.

Útsýni af pallinum við Naustið er einstaklega fallegt. Við skálann er myndarlegt kolagrill sem er öllum frjálst til afnota og vinsælt af fjölskyldufólki að koma með pylsur og annað góðgæti og skella á grillið. Gestum er bent á að hafa með allt sem þarf til grillsins, þ.e.a.s. allan mat og meðlæti, kol, grilltangir, diska, glös og þess háttar. Þetta þarf að bera frá bátnum og er um 10 mínútna gangur í Viðeyjarnaust. Inni er salernisaðstaða og vísir að eldhúsi.
Á vorin kemur fjöldi hópa barna á grunnskólaaldri í heimsókn til Viðeyjar og eiga þau athvarf í Naustinu. Skólahópar geta fengið Naustið frítt til afnota um vor og haust og geta skólar bókað húsið í gegnum videy@reykjavik.is eða í síma 533‑5055.
Naustið er lokað yfir vetrartímann frá 1.september til 14.maí.