Kornhús 16.06.2006 to 30.08.2008

Diskó & Pönk – ólíkir straumar?

Sýningunni Diskó & Pönk – ólíkir straumar? var ætlað að varpa ljósi á menningu ungs fólks í Reykjavík og nágrenni á árunum 1975 – 1985.

Diskó og Pönk

Tveir tískustraumar þessara ára, diskó og pönk, voru þar í forgrunni. Sýningin var samvinnuverkefni Minjasafns Reykjavíkur og Smekkleysu SM ehf. Sýningin átti sérstaklega að höfða til ungmenna, en allir þeir sem mundu þennan tíma áttu að geta haft gaman af henni.