back
Sýningaropnun Christopher Taylor│Nálægð
Nálægð er yfirskrift sýningar með verkum eftir Christopher Taylor sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar klukkan 15. Sýningin samanstendur af þremur ljósmyndaröðum sem spanna 25 ára tímabil og varpa í sameiningu ólíku ljósi á hugtakið nálægð í íslensku samhengi.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

„Ég hef komið reglulega til Íslands allt frá árinu 1983, þegar við Álfheiður giftumst. Í þessum heimsóknum hef ég oft dvalist hjá fjölskyldu hennar í heimahúsum ýmist í Reykjavík eða Eyjafirði. Álfheiður flutti frá Íslandi sem barn eftir skilnað foreldra sinna og hugsar oft með ljúfsárum söknuði til þessara litlu atriða í heimilislífinu sem við minnumst öll með hlýju. Þegar ég sat við eldhúsglugga tengdamömmu og virti fyrir mér birtubrigðin opnaðist þessi heimur líka upp fyrir mér. Ég byrjaði að taka ljósmyndir innandyra án fólks, til að fanga þessar hverfulu tilfinningar.“ Christopher Taylor
Christopher Taylor er fæddur og uppalinn í Skegness, sjávarplássi á austurströnd Englands. Hann er sjálflærður ljósmyndari með langan feril sem spannar meira en þrjátíu ár. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum jafnt í Evrópu sem Asíu. Þá hefur hann gefið út margar ljósmyndabækur og rit. Christopher er tengdur Íslandi sterkum böndum enda giftur íslenskri konu og hefur komið til landsins reglulega í um fjóra áratugi. Tengdafjölskylda hans og skáldskapur Halldórs Laxness var honum í upphafi innblástur við ljósmyndun á Íslandi og byggjast þessar þrjár ljósmyndaraðir sem finna má á sýningunni í Ljósmyndasafninu á þeirri vinnu. Nýjasta ljósmyndaröðin, Steinholt (2011-2017), hefur verið sýnd í Gallerí Camera Obscura í París, Þjóðminjasafni Íslands, Mind Set Art Center í Taipei, Gallerí Le lieu í Lorient og Fondació Forvm í Tarragona.
Nánari upplýsingar um sýninguna og ljósmyndarann má finna hér.