Reykjavík ... sagan heldur áfram
Fjölskylduvæn og fræðandi sýning um þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Hin nýja sýning teygir sig neðanjarðar frá Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10. Sýningin er framhald af Landnámssýningunni og rekur sögu byggðar í Reykjavík allt frá landnáminu til samtímans. Áhersla er lögð á að draga fram þætti úr sögu Reykjavíkur, varpa ljósi á daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás. Efnistök og nálgun miða að því að ná sem best til allra notendur Borgarsögusafns Reykjavíkur. Sýningunni er ætlað að vekja áhuga og spurningar - og koma á óvart, með fjölbreyttri miðlun og upplifun. Með þessari nýju sýningu er mikilvægi Aðalstrætis sem sögumiðja Reykjavíkur undirstrikað enn frekar. Borgarsögusafn Reykjavíkur mun verða áberandi í hjarta gamla miðbæjarins og nærumhverfi. Allt er þetta mikil lyftistöng fyrir elstu götu Reykjavíkur og stór áfangi í menningarlífi borgarinnar.
Aðgöngumiðinn gildir bæði á sýninguna REYKJAVÍK SAGAN HELDUR ÁFRAM í Aðalstræti 10 og á LANDNÁMSSÝNINGUNA í Aðalstræti 16.