Íslendingabók Ara fróða

Æfing í að lesa texta á íslensku sem var skrifaður fyrir næstum 900 árum.

Hér fyrir neðan er ljósmynd af síðu úr Íslendingabók Ara fróða sem rituð var um 1130. Þar fyrir neðan er svo síða með ábendingum sem gott er að hafa í huga þegar forn handrit eru lesin.

Skoðaðu síðuna vel. Getur þú lesið það sem búið er að undirstrika með rauðu?

Prófaðu að skrifa niður það sem þú heldur að standi þarna.

Mynd af síðu úr Íslendingabók Ara fróða, rituð um 1130.
Ábendingar um hvernig lesa skrift í fornum handritum.