Ævintýraeyjan Viðey - 5 klst.

Könnunarleiðangur um sögu, náttúru og listaverk eyjarinnar. Í Viðey eru mörg útivistarsvæði, fjörur og listaverk. Eyjan er friðlýst svæði og hluti af heimsókninni er að læra um og að bera virðingu fyrir náttúrunni og gæta fyllsta öryggis.

Börn í fjöru í Viðey
Viðey

Aldur: 4-6 ára

 

Tími: 5 klst.

 

 

HEIMSÓKN Í VIÐEY

Ath. Byrja þarf á að bóka ferjuna út í eyjuna hjá Gulla í Eldingu. Því næst er heimsóknin bókuð neðst á þessari síðu og er þar hægt að láta vita hvaða nestisaðstoðu hópurinn hyggst nýta sér ef svo ber undir.

Nestis- og salernisaðstaða er á þremur stöðum í eynni:
• Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.
• Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu. Viðeyjarnaust stendur við fjöru sem gaman er að skoða.
• Skólahúsið er í austurhluta eyjunnar. Þar er hægt að setjast inn og borða nesti. Þar er gamalt kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis.

Fræðsluhefti fyrir leikskóla
Fræðsluheftið veitir kennurum upplýsingar, innblástur og hugmyndir um hvað er gaman að skoða og gera með skólahóp í eynni. Kjósi kennarar að nýta sér fræðsluheftið, mun starfsmaður Borgarsögusafns hitta hópinn við komuna í Viðey og veita þeim upplýsingar um hvar heftin eru geymd og staðhætti. Kennarar ráða svo förinni í eyjunni og geta valið að nota allt heftið eða hluta þess, eftir því sem hentar best.

Vinsamlegast athugið að áætlað er að þessi heimsókn taki 5 klst. Ef þið hafið hug á að dvelja í eyjunni skemur en 5 klst., þá er hægt að fara tilbaka um eitt skref og velja Viðey fyrir leikskóla - 3 klst.