Þing og Þjóðfundur
Þegar hið endurreista Alþingi Íslendinga tók til starfa sumarið 1845 var aðeins eitt hús í bænum sem gat rúmað starfsemi þess, en það var hið mikla hús Lærða skólans sem þá var í smíðum við Lækinn. Þar fór þinghaldið fram annað hvert sumar, allt til ársins 1879, alls 18 þing, eitt þeirra var Þjóðfundurinn sem haldinn var 1851. Jón Sigurðsson sat öll þingin nema fjögur.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Þinghaldið fór fram á hátíðasal skólans og önnur þingstörf í skólastofum og á Langalofti, sem var svefnloft skólapilta, en þar fóru þingveislur einnig fram. Sýningin brá ljósi á starf þingsins í skólahúsinu og þingsalurinn var opinn gestum til skoðunar.
Sýningin var á forræði undirbúningsnefndar um 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og hluti af stærra miðbæjarverkefni, Jón Sigurðsson og Reykjavík, sem var unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Árbæjarsafn.